Aðfaranótt miðvikudags dreymdi mig lottótölur. Ég keypti auðvitað miða í víkingalottó en lenti í vandræðum því mig dreymdi bara fimm tölur en þurfti að velja sex. Sem var auðvitað ástæðan fyrir því að ég fékk ekki vinning. Ég dró þá ályktun að tölurnar ættu auðvitað við íslenska lottóið. En svo gleymdi ég að kaupa miða.
Sem betur fer kom engin af tölunum sem mig dreymdi upp í kvöld.
16. maí 2009
10. maí 2009
Ég er búin að vera svolítið á barnaspítala Hringsins undanfarið. Það er þó sem betur fer ekkert af mínum börnum sem ég sit yfir þar heldur einn af skjólstæðinum mínum í vinnunni. Hann er reyndar ekkert barn lengur en þeir á fullorðinsspítalanum kunna víst ekkert á svona merkilegt fólk.
Á meðan ég hef dvalið hér hef ég hugsað um strákinn minn sem er ekki hjá mér. Hann er að verða fimm ára. Ef hann væri hjá mér værum við kannski hér á barnaspítalanum. Hann væri kannski jafn fatlaður og ungi maðurinn sem ég er að annast núna. Þeir eiga það sameiginlegt að hafa orðið fyrir súrefnisskorti við fæðingu.
Ég hef heyrt að það sé fullt af fólki á barmi taugaáfalls því það er að missa vinnuna eða húsið sitt. Ég hefði fórnað vinnunni minni og húsinu ef ég hefði fengið að hafa barnið mitt hjá mér aðeins lengur.
Ég hélt að ég myndi aldrei aftur verða glöð. En mér skjátlaðist. Ég hef oft orðið svakalega glöð síðan. Enda á ég núna tvo stráka í viðbót sem eru endalausir gleðigjafar (og ormar!). Og stóra stelpu sem er svo skynsöm og dugleg að læra. Ég tók við prófskírteini og viðurkenningum í Laugardalshöll. Síðast en ekki síst á ég frábæran lífsförunaut, ekki veitir nú af þegar maður siglir ekki alveg lygnan sjó í gegnum lífið.
Ef þessi pistill hefur einhvern boðskap er hann líklega sá að það eru ekki veraldlegar eigur mínar sem hafa veitt mér mesta hamingju eða valdið mér mestri sorg.
Á meðan ég hef dvalið hér hef ég hugsað um strákinn minn sem er ekki hjá mér. Hann er að verða fimm ára. Ef hann væri hjá mér værum við kannski hér á barnaspítalanum. Hann væri kannski jafn fatlaður og ungi maðurinn sem ég er að annast núna. Þeir eiga það sameiginlegt að hafa orðið fyrir súrefnisskorti við fæðingu.
Ég hef heyrt að það sé fullt af fólki á barmi taugaáfalls því það er að missa vinnuna eða húsið sitt. Ég hefði fórnað vinnunni minni og húsinu ef ég hefði fengið að hafa barnið mitt hjá mér aðeins lengur.
Ég hélt að ég myndi aldrei aftur verða glöð. En mér skjátlaðist. Ég hef oft orðið svakalega glöð síðan. Enda á ég núna tvo stráka í viðbót sem eru endalausir gleðigjafar (og ormar!). Og stóra stelpu sem er svo skynsöm og dugleg að læra. Ég tók við prófskírteini og viðurkenningum í Laugardalshöll. Síðast en ekki síst á ég frábæran lífsförunaut, ekki veitir nú af þegar maður siglir ekki alveg lygnan sjó í gegnum lífið.
Ef þessi pistill hefur einhvern boðskap er hann líklega sá að það eru ekki veraldlegar eigur mínar sem hafa veitt mér mesta hamingju eða valdið mér mestri sorg.
30. janúar 2009
Við He-man vorum að lesa í dýra og tölustafabókinni.
Mamma: "Á Íslandi búa tvær tegundir af músum. Húsamús og..."
He-man: "Hagamús. Og músahús í sjónvarpinu!".
Mamma: "Lundinn veiðir fisk með stóra gogginum sínum".
He-man: "Og gefur þessum og þessum og þessum og þessum (bendir á hina lundana á myndinni) og eldar fiskinn líka."
Mamma: "Og hér eru tíu hunangsflugur."
He-man: "Já. Þessi var að kaupa hunang í blóminu."
Mamma: "Á Íslandi búa tvær tegundir af músum. Húsamús og..."
He-man: "Hagamús. Og músahús í sjónvarpinu!".
Mamma: "Lundinn veiðir fisk með stóra gogginum sínum".
He-man: "Og gefur þessum og þessum og þessum og þessum (bendir á hina lundana á myndinni) og eldar fiskinn líka."
Mamma: "Og hér eru tíu hunangsflugur."
He-man: "Já. Þessi var að kaupa hunang í blóminu."
27. janúar 2009
24. janúar 2009
19. janúar 2009
Ég bjó við það um tíma að þurfa að gefa klósettkassanum karatespark til að stöðva rennslið í klósettkassann. Skröggur minn tók sig svo til og "lagaði" flotholtið með þeim glæsta árangri að ekki dugði lengur að sparka heldur þurfti að seilast ofan í klósettkassann og hífa flotholtið upp. Til að spara tíma tók ég lokið af klósettkassanum. Mjög huggulegt.
Morgunn einn (fyrsta vinnudag Skröggs eftir fæðingarorlof) gerði ég þarfir mínar og sturtaði svo niður eins og lög gera ráð fyrir. Þegar ég heyrði kunnulegt fosshljóð fór ég aftur inn á bað og togaði í flotholtið eins og oft áður. Það vildi þá ekki betur til en svo að systemið gaf sig endanlega og ískalt vatn spýttist út um allt baðherbergi. Ég varð rennblaut eins og allt annað inni á baði. Mér tókst að stöðva vatnsflauminn með því að halda við eitthvað drasl ofan í klósettkassanum en þá náði ég ekki niður í kranann til að skrúfa fyrir vatnsrennslið. Mér tókst að skorða draslið með handklæði svo ég gat byrjað að skrúfa fyrir vatnið. Ég skrúfaði og skrúfaði en ekkert gerðist. Hringdi í Skrögg sem fullvissaði mig um að það væri hægt að loka fyrir vatnið þarna. Og þá tókst það auðvitað.
Nú á ég æðislegt upphengt klósett sem gusar ekki á mig vatni. Og út í bílskúr bíða flísar og ný baðinnrétting eftir uppsetningu. Á meðan bursta ég tennurnar við eldhúsvaskinn.
Morgunn einn (fyrsta vinnudag Skröggs eftir fæðingarorlof) gerði ég þarfir mínar og sturtaði svo niður eins og lög gera ráð fyrir. Þegar ég heyrði kunnulegt fosshljóð fór ég aftur inn á bað og togaði í flotholtið eins og oft áður. Það vildi þá ekki betur til en svo að systemið gaf sig endanlega og ískalt vatn spýttist út um allt baðherbergi. Ég varð rennblaut eins og allt annað inni á baði. Mér tókst að stöðva vatnsflauminn með því að halda við eitthvað drasl ofan í klósettkassanum en þá náði ég ekki niður í kranann til að skrúfa fyrir vatnsrennslið. Mér tókst að skorða draslið með handklæði svo ég gat byrjað að skrúfa fyrir vatnið. Ég skrúfaði og skrúfaði en ekkert gerðist. Hringdi í Skrögg sem fullvissaði mig um að það væri hægt að loka fyrir vatnið þarna. Og þá tókst það auðvitað.
Nú á ég æðislegt upphengt klósett sem gusar ekki á mig vatni. Og út í bílskúr bíða flísar og ný baðinnrétting eftir uppsetningu. Á meðan bursta ég tennurnar við eldhúsvaskinn.
15. janúar 2009
Misheyrn.
Í gær var ég á ónafngreindri stofnun vegna vinnunnar.
Starfsmaður stofnunarinnar kom til mín og ávarpaði mig á ensku.
- Fyrirgefðu, hvað sagðirðu?
- Nú, talarðu íslensku?
- Já.
- Nú, já, ég hélt kannski... af því þú ert frá Hollandi...
- Ég er ekki frá Hollandi.
- Nú, mér fannst þær hafa sagt... nei auðvitað... þú ert frá ÁRLANDI!
Í gær var ég á ónafngreindri stofnun vegna vinnunnar.
Starfsmaður stofnunarinnar kom til mín og ávarpaði mig á ensku.
- Fyrirgefðu, hvað sagðirðu?
- Nú, talarðu íslensku?
- Já.
- Nú, já, ég hélt kannski... af því þú ert frá Hollandi...
- Ég er ekki frá Hollandi.
- Nú, mér fannst þær hafa sagt... nei auðvitað... þú ert frá ÁRLANDI!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)