2. mars 2004

Það er besta veður í heimi til að vera inni að læra :) Enda er ég búin að vera rosa dugleg síðan ég vaknaði, ekki veitir af þar sem undanfarnir dagar hafa bara farið í slen og aumingjaskap. En nú finn ég að allavega einhverjar heilafrumur eru farnar að virka aftur og sem betur fer eru það akkúrat þær heilafrumur sem hafa gaman af efnafræði. Hvar voru þær annars þegar ég var í menntaskólanum? Bumbugrísinn er ekki ánægður með að ég sitji eins og heypoki fyrir framan tölvuna og dúndrar stöðugt í rifbeinin mín. Nema hann sé timbraður af bjórsopunum fimm sem ég naut í botn í tilefni bjórdagsins í gær.
En speki dagsins er: Sykrusundrun kallast líka loftfirrð öndun (anaerobic respiration) vegna þess að hún á sér stað án þess að súrefni komi við sögu. Þegar sykrusundrun verður í frumuhlaupi brotnar ein glúkósasameind niður í tvær pýróþrúgusýrusameindir (pyruvic acid). Afrakstur sykrusundrunar er net tveggja ATP og tveggja NADH + H+.
Og áfram með smérið!

Engin ummæli: