Smitaðist af Laugu og fór að brasa við nýtt útlit á þessari raus síðu. En eins og glöggir menn sjá missti ég þolinmæðina og þess vegna er engin mynd af gellu frá 7. áratugnum með martíní glas í hönd hér vinstra megin við þessi orð.
Nú er ég orðin lögleg bumbulína, með vottorð upp á skerta vinnugetu vegna veikinda. Læknirinn valdi að haka frekar í "vegna veikinda" heldur en "vegna slyss". Ef Mosi litli hefði brotist í gegnum getnaðarvarnir, væri þá ekki réttara að skilgreina bumbuna sem slys? Það vantar þriðja kostinn, því ég er alls ekkert veik og enn síður er blessað barnið slys!
Hélt áfram að undirbúa komu greifans með því að panta barnabílstól og vöggu á leigu, afhendist 3. maí. Já, allur er varinn góður!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli