23. maí 2004

Svik og prettir... Mosi átti að fæðast 22 maí!
Biðin er semsagt formlega hafin.
Eftir nokkra klukkutíma eru liðin 11 ár síðan fyrsta stig fæðingar Grísastelpu hófst. Vonandi bíður Mosi í einn sólarhring í viðbót fyrst hann er ekkert að flýta sér yfir höfuð, svo hún fái nú að eiga afmælisdaginn sinn ein :) Grísla fór á kostum í kvöld og malaði okkur í Catan - margur er knár þótt hann sé smár og með brotinn úlnlið!


Engin ummæli: