"Þú ert eins og sjónvarp"...
...sagði Skröggur þegar hann skoðaði mig með nýju gleraugun!
Eins gott að hann fari ekki að reyna að nota fjarstýringuna á mig...
Það er búið að vera gaman, skólinn byrjaður, fullt af áhugaverðum bókum og klárum kennurum. Grísastelpa er líka byrjuð í nýja skólanum sínum og er enn sem komið er ánægð með bekkinn sinn og kennarann.
Kermit litli er eiginlega alveg hættur að skjálfa af hræðslu þegar hann sér mig og fór meira að segja sjálfviljugur út úr búrinu í dag. Hann er ennþá klaufi að fljúga en við erum búin að láta taka af honum nokkrar flugfjaðrir svo hann komist ekki svo hátt upp að hann hrapi tvo metra niður þegar hann klessir á vegg... litli snúllinn YYY
Held að heimurinn fari batnandi... það eru til a.m.k. þrír hugsandi Bandaríkjamenn: Michael Moore, Clinton og Hamborgarakallinn...
Og loks, húrra fyrir KB banka sem neyddi sparisjóðinn minn til að lækka vexti á lánum... Get bætt við mig heilli eldhúsinnréttingu og samt er greiðslubyrðin minni en af húsbréfaláninu!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli