Þetta var merkilega fínn dagur þrátt fyrir að helmingur fjölskyldunnar hafi flúið til annars lands og landsfjórðungs. Í dag var ég nefnilega óvenju dugleg að læra og fann vel fyrir því hvað ég er nú vel gefin manneskja... Kermit froskur papagæji sýndi líka hvað hann er vel gefinn og gaf frá sér hljóð sem líktist hljóði í borvél sem borar í steinvegg. Kannski heldur sig vera borvél - það gæti skýrt hvers vegna hann hefur tilhneigingu til að fljúga á veggi.
Eftir vel unnið dagsverk kom Lauga sæta með taílenskt takeaway sem við gúffuðum í okkur á meðan við ræddum fatlanir og raskanir okkur til ánægju... hva maður getur nú ekki alltaf talað um verkfall og veðrið!
Svo skaust ég til að bjarga ömmu frá köldum kalkúna en hún var búin að vera tóbakslaus síðan kl. 5. Sat með henni yfir Sopranos þar sem Steve Buscemi bjargaði mér frá því að andast úr leiðindum yfir þessum glataða þætti... maltesers í boði ömmu slógu líka aðeins á leiðindin.
Skröggur minn hefur það fínt í Stonehaven, en þar er víst afar fallegt bæjarstæði með kirkju uppi á hól, húsum með skorsteinum og víðáttumiklu og grösugu undirlendi... Björgunarbátarnir þar eru ekki eins flottir og Gróa eiginkona númer tvö.
Rafhlöður búnar í tölvu og mér.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli