5. september 2004

Vá vitiði hvað...
Í gær fór ég með ömmu í BT þar sem hún keypti sér fartölvu, mús og allt sem þarf fyrir þráðlaust net!
Í dag hófst svo tölvunám ömmu. Nú er hún búin að læra að kveikja á tölvunni opna solitaire, færa til spilin með músinni, loka solitaire og slökkva á tölvunni.
Að kenna ömmu á tölvu er ekkert smá góð reynsla fyrir mig... allt þarf að vera svo einfalt og það sem maður gerir án þess að hugsa sig um (eins og bara að kveikja á tölvunni) er stóraðgerð hjá manneskju sem hefur ekki alist upp með tölvum. Ég þarf þess vegna að hugsa mig rosa vel um hvernig ég ætla að fara að því að kenna henni að nota internetið og horfa á DVD þegar þar að kemur.
Stundum er lífið bara alveg frábært...

Engin ummæli: