6. október 2004

Eftirfarandi samtal heyrðist á heimili mínu í kvöld:
"Hvernig gengur?"
- "Ill öfl hafa ráðið miklu í dag. "
- "Ætli dísirnar eigi óvini?"
- "Kannski bíður djöfull þeirra!"

Ég er skömmustuleg og ekki að ástæðulausu. Búin að innbyrða ótæpilegt magn af m&m og saltpillum, troða í mig hamborgara á 1/2 mínútu og að lokum spændi ég í mig hálfan poka af cindy mix. Núna langar mig í bjór en er svo útbelgd að ég kæmi honum ekki niður. Til að kóróna allt er ég að bíða eftir að Fólk með Sirrý byrji... Ég hlýt að vera andsetin!

Engin ummæli: