En sú kaldhæðni... áttaði mig á því að vælusveitin Von var að syngja sneeeeertu miiiiig.... í útvarpinu á sama tíma og ég las um meinta kynferðislega misnotkun á hrossum á Selfossi.
Heimaprófið er yfirstaðið og ég held að ég hafi bara staðið mig með ágætum. Þetta hlýtur að verða átta... Í morgun skilaði ég svo fjarkennsluverkefni 2 í uppeldisvísindum þar sem ég röflaði eitthvað um Pestalozzi sem ég vildi endilega að héti Peztolossi af einhverjum orsökum. Núna er ég ekki á deadline með neitt og sit því bara og geispa í stað þess að koma í veg fyrir neyðarástand seinna á önninni með því að druslast til þess að lesa eins og einn kafla...
Er að fara í atvinnuviðtal á morgun, planið var að byrja ekki að vinna fyrr en í janúar en ég held að það væri skynsamlegra að verða sér út um smá aura heldur en að hoppa á 800 þúsund króna yfirdráttarheimildartilboðið frá sparisjóðnum. Hvernig eru eigilega allir hinir viðskiptavinirnir ef ég er í hópi þeirra betri???
Engin ummæli:
Skrifa ummæli