31. október 2004

Ætlaði bara í leikhús en kom full heim
- gæti verið fyrirsögn ef ég væri að skrifa í DV...
Sóley bauð mér á Héra Hérason í gær, þetta er dúndurleikrit og kemur stöðugt á óvart. Eftir sýninguna var öllum boðið upp á rauðvín á meðan höfundurinn sat fyrir svörum. Höfundurinn er frönsk og talar ekki góða ensku svo þetta voru nú ekkert geypilega áhugaverðar umræður þannig að við drifum okkur bara í bæinn og enduðum á 22 þar sem ég dansaði í fyrsta skiptið í rúmt ár. Gaman gaman... en ekki jafn gaman í dag...gðeeee :(
Grísla mín er hetja dagsins, keypti pepsi og færði mér í sófann þar sem ég lá lömuð og horfði á/svaf yfir öllum hroka og hleypidómaþáttunum. Er að skríða saman, eins gott því það er matur hjá tengdó í kvöld!
Góðar stundir.

Engin ummæli: