Það verður skálað í rauðvíni í kvöld! Stóra grimma verkefnið sem ég sá ekki fyrir endann á hefur verið strikað út af to-do listanum því ég var að prenta út síðustu blaðsíðuna rétt áðan. Kannski þetta hafist bara allt saman?
Það verður stór dagur á morgun því þá er hálft ár síðan Mosi kom úr bumbunni og gerðist englagrís. Fæðingarorlofið er sem sagt búið og ég vitna enn í þjóðsönginn (hann er svo mikið í umræðunni núna)... hver dagur er sem eittþúsund ár og eittþúsund ár einn dagur ei meir svei mér þá... og þótt ég hafi verið meira og minna eins og grenjandi blóm þennan tíma þá dettur mér ekki í hug að tilbiðja guð og drepast...ef það væri til guð þá myndi ég síst tilbiðja hann fyrir að hafa hrifsað frá mér litla grísastrákinn minn.
Og svarið við gátunni í síðasta pistli er: Ég á ekki Rainbow ryksugu... vei þeim sem trúðu því upp á mig að ég myndi kaupa hreingerningargræju fyrir 218.000 krónur!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli