Þetta er allt að gera sig... bara eitt verkefni eftir og svo próflestur. Púff hvað ég verð fegin þegar ég loksins kemst í jólafrí frá skólanum. Það er fásinna að byrja að vinna þegar álagið er sem mest... ég fæ enga hvíld, er annað hvort að læra eða vinna og þegar ég sef dreymir mig vinnunna eins og alltaf þegar ég byrja á nýjum vinnustað. Mæti á vakt kl. 7 í fyrramálið og því reif ég mig á lappir eldsnemma í morgun til að æfa mig. Geeiiisp.
Mér líst nokkuð vel á nýju vinnuna, húsið er æðislegt og íbúarnir betri en ég þorði að vona, sumir meiraðsegja viðræðuhæfir. Það eina sem vantar eru vinir handa mér... en þeir koma vonandi með tímanum. Líklega er ekki nógu klikkað lið að vinna þarna til að ég falli strax í hópinn!
Ég er búin að fá fyrirfram jólagjöf og ég held að þær gerist ekki mikið betri en hún. Ég fékk tíma í heilun! Ég gerði mér ekki miklar vonir um árangurinn áður en ég fór (vissi ekkert hvað ég var að fara út í) en þegar ég kom út þá labbaði ég ekki heldur sveif... leið eins og það hafi verið tekinn af mér þungur bakpoki...svífandi gylta, pigs in space!
Skýrslu lýkur, áfram með smérið sagði gerið...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli