Ahhh búin á vinnutörninni miklu. Á morgun sef ég út.
Það er aldeilis ekkert að frétta því ég er bara búin að vera í vinnunni punktur. Ég hef þó búið til nokkur skammtíma framtíðarplön: Gera íbúð saumaklúbbshæfa. Hanna saumaklúbbsmatseðil og töfra fram kræsingar samkvæmt honum. Halda saumaklúbb. Halda áfram með ritgerðina mína. Fara með Grísastelpu til tannlæknis. Borga tannlækninum. Gráta því mig langaði meira að eyða peningnum í sjálfa mig. Fjarlægja hrúgur af þvotti af rúminu inni í gestaherbergi. Taka á móti móður og bróður. Vera góð dóttir og systir. Skila þeim aftur út á flugvöll. Hefja næstu vinnutörn. Inn á milli mun ég sofa éta og skíta.
Góðar stundir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli