1. september 2005

Jæja, þá er kominn september, tíminn líður þótt hann líði mishratt. Hann líður hægt þegar ég hugsa um þá 3 mánuði sem eftir eru meðgöngunnar en hratt þegar ég hugsa um allt sem ég ætla að gera og ætlaði að vera búin að gera...
Í dag hefði ég átt að vera á morgunvakt en þökk sé vottorðinu mínu góða fékk ég að sofa út og hitta Sunnu yfir kaffibolla. Örugglega og vonandi síðasta skiptið sem ég sé hana með Tiny Tim í bumbunni.
Ég er orðin mjög sátt við sundtímana mína og ætla að halda áfram þegar þetta námskeið er búið. Eins og mér fannst þetta leiðinlegt fyrst! Krílið er líka alltaf rosa hresst í sundinu og spriklar á fullu á meðan ég reyni að einbeita mér að því að halda grindarvöðvum spenntum og réttri sveigju á mjóbaki á meðan ég stjákla á milli bakkanna ásamt hinum bumbunum.
Í gær keypti ég nýja Supergrass diskinn, hann er æði. Nú á ég þrjá nýja diska til að hlusta á auk allra laganna sem mér hefur dottið í hug að downloada fyrir Græna Skrögg.
Það er gaman að hafa tíma til að hitta fólk, hlusta á tónlist, lesa, leysa sudoku þrautir, horfa á VH1, hanga á netinu og sofa :) Gott að hafa það í huga þegar óþolinmæðin eftir Krílinu gerir vart við sig!

Engin ummæli: