2. nóvember 2005

Í dag er miðvikudagur...

Grísastelpa er vonandi lent heil á húfi á Egilsstöðum þar sem hún ætlar að láta dekra við sig í vetrarfríinu. Gott hjá henni, ekki fær hún mikið dekur heima hjá sér þessa dagana þar sem mamman vill sig sem minnst hreyfa og stjúpinn er upptekinn við að sinna öllu sínu auk þeirra verka sem kerlingin kemur sér hjá með óléttuafsökunum.

Marta og Hjörtur voru hjá okkur í gær og litli maðurinn var með þvílíku skemmtiatriðin :) Skröggur fékk að æfa sig í að fara með barnavagn niður tröppurnar og inn í bíl og auk þess að festa barnastólinn með barni í.

Ég er búin að þvo barnafötin og raða í skúffur og þá held ég að allt sé tilbúið nema að pakka niður því sem ég held að sé ómissandi á fæðingadeildinni. Það eina sem mér dettur í hug eru geisladiskar og einhverjir fataleppar... fyrir utan það sem þarf til að koma barninu heilu og heitu heim.

Í dag þarf ég að kveðja kjöltutölvuna mína og skilja hana eftir á verkstæði þar sem hún þykist ekkert vita hvað eigi að gera við geisladiska af nokkru tagi. Þetta er í annað skiptið sem svoleiðis gerist, síðast var skipt um geisladrif mér að kostnaðarlausu. Vona að þetta verði lagað í eitt skipti fyrir öll svona áður en tölvan fellur úr ábyrgð. Og vona líka að ég þurfi ekki að borga neitt!

Engin ummæli: