28. nóvember 2005

Jæjaþá

Jæja, 28. er að verða búinn svo ekki verð ég á tíma. Ég er mjög spennt að vita hvað kemur fyrir kanínuna á stikunni... ætli hún detti niður á botn?
Labbaði upp og niður Laugaveginn í dag með Mörtu og sofandi Matthíasi Hirti. Ef ég ætti fullt af peningum hefði ég komið klyfjuð heim eftir að hafa farið í Sipu sem er búð full af allskonar sætu dóti, þ.á.m. Barbapabba dóti, mjúkum teppum og röndóttum ungbarnafötum.

Mig langar að þakka öllum fyrir baráttukveðjur og andlegan stuðning, félagsskap, lesefni og ólöglega niðurhalað sjónvarpsefni :)

Engin ummæli: