22. desember 2005

Minning um skúffuskáld

Fyrir mörgum mörgum árum, áður en ég vissi að Skröggur væri til blundaði í mér skáld. Skáldið er horfið veg allrar veraldar, eins gott því þetta var ekkert sérlega gott skáld. Ég mundi allt í einu eftir þessu skáldi þegar ég heyrði stressvaldandi jólaauglýsingar í útvarpinu og gróf upp úr skúffu leirburðinn sem skáldið hripaði niður á einni vaktinni á sambýli nokkru austur á landi.

Það er gaman að versla í fallegri búð

Heims um ból-allstaðar jól.
Stressuð mær
hneig á stól.
Innkaup mannanna
-peningalind.
Mídasargóssið
en gjörvöll mannkind
skítblönk í þunglyndi lá.

Engin ummæli: