Þetta er náttúrulega bara agalegt. Þessi hallærisgaur sem stendur við hliðina á Perry hinum hárprúða er enginn annar en Kenny Loggins. Ég var búin að gúggla alla nema Jacksonbræðurna (og Perry auðvitað) þegar ég komst að því að þessi leppalúði væri "töffarinn" sem söng titillag myndarinnar Footlose sem ég hélt mikið upp á einhverntímann á fyrsta áratugi ævi minnar.
Ég er að vinna að því að ná þessu skelfingar USA for Africa lagi úr hausnum á mér...
We are the ones who make a brighter day so let's start giving...
Doh!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli