Ég man eftir því þegar ég sá í fyrsta sinn frétt um að það ætti að fara í stórframkvæmdir á Kárahnjúkum. Þá hugsaði ég með mér hvað þessar framkvæmdir myndu kosta mörg mannslíf. Nú hafa þrír látist af slysförum á þessum vinnustað.
Gaurinn minn er orðinn fjögurra mánaða og enn get ég haft ágætis stjórn á umhverfinu í kringum hann. Mér er samt aldrei sama þegar við erum í bíl, ég get ekki haft stjórn á öðrum bílum en mínum eigin. Mér brá í brún í ungbarnasundi um daginn þegar ein mamman skildi barnið sitt eftir á skiptiborðinu í smá stund. Ég myndi aldrei gera það. Ég myndi heldur aldrei samþykkja að börnin mín færu að vinna á Kárahnjúkum. Ekki bara vegna þess að þetta eru fáránlegar framkvæmdir og náttúruspjöll. Heldur líka vegna þess að það er stórhættulegt að vinna þarna. Ég er viss um að það fréttist ekki helmingurinn af þeim slysum og ósköpum sem eiga sér stað þarna uppi.
Já svínið í sjálfri mér er fundið. Það stökk fram þegar Skröggur kom frá London með tvö kíló af súkkulaði í farteskinu fyrir utan allt hitt nammið...
5 ummæli:
ARG hvaða útlit er nú þetta!! :D
annars ætlaði ég sko að segja úff púffpúff og velkomin aftur ;)
jeminn!! ég fékk nú bara hjartaáfall!! :D flott útlit samt :D
gott að þú fannst svínið :) sammála með kárahnjúka
kveðja
Leifur
Ó, hvað ég er glöð að Gríshildur er vöknuð úr dvala - viss um að sveitaferðin hafði góð áhrif:-)
Húrra! Svínið er fundið.
Mmmmm, mikið væri nú gaman að komast í þetta súkkulaði :þ
Skrifa ummæli