13. apríl 2006

Var að æfa mig í HTML og setti inn hlekki en þeir týndust um daginn þegar síðan hafði hamskipti. Þeir sem vilja vera hlekkjaðir þarna láti vita.

Í dag var síðasti vinnudagur Skröggs í gasinu. Af því tilefni var heimilinu breytt í steikhús og blóðug steik var snædd af bestu lyst og skolað niður með rauðvínsdreitli. Best að ég fari að sofa áður en ég breytist í varúlf, það getur víst gerst eftir að maður hefur étið hrátt kjöt á fullu tungli.

Góða nótt.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gaman að sjá ykkur Garp í vikunni. Hann er algjör hjartabræðari :)
Knús á ykkur öll og eigið góða pásk

marta sagði...

nammi namm... Mig langar í blóðuga steik! ;)

Nafnlaus sagði...

http://werbach.com/barebones/ice_barebone.html

fullt af html-lærdómi ef þú vil læra meira... er alltaf að nördast í þessu. það má leika sér með mæspeisið líka, þegar maður hefur tíma og nenn.

etyghip