26. júní 2006

Nú skil ég hvers konar sjúkdómur verðbólga er. Verðbólga er þannig að ég á að lifa af fjárhæð sem samsvarar 80% af meðaltekjum tveggja ára áður en barnið fæddist á sama tíma og greiðsluþjónustan þarf að taka 20% til viðbótar af reikningnum mínum því afborganir af lánum hafa hækkað. Þar sem orðið einhliða er rosa mikið í tísku ætti að tala um einhliða verðbólgu. Skuldir bólgna en laun ekki ... algjörlega einhliða mér í óhag.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Org og garg! Verðtryggð lán eru dauði og djöfull!
Fæðingarorlof ætti að sjálfsögðu að vera verðtryggt já og bara allt. Ekkert sanngjarnt að bankarnir séu þeir einu sem ekki eru í skít þegar verðbólga er há.

Nafnlaus sagði...

Bölvuð pest...

Nafnlaus sagði...

Og allt er þetta af því 10 skúringakonur hjá borginni eru að grenja út 2000 kr hækkanir á laununum sínum - hefur ekkert að gera með margra milljóna króna greiðslur í starfslokasamninga og hlutabréfahagnað að gera....