27. maí 2007

Ég fíla hvítasunnuhelgina. Hún er hátíð sem færir manni aukafrídag án þess að maður þurfi að þrífa, kaupa gjafir eða skreyta sem fylgir oft svona dögum. Annars held ég að ég hafi alltaf verið á vakt á 2. í hvítasunnu. En ekki á morgun... því nú er ég svo hátt sett. Þegar ég mæti í vinnuna á þriðjudaginn verð ég forstöðukvendi. Úgg. Sem betur fer bara í þrjár vikur... það hlýtur að taka lengri tíma en það að klúðra vel reknu heimili?

Annars eru helstu tíðindin kaup og sala á húsnæði. Í sumar fæ ég bílskúr undir hljómsveitina sem ég á eftir að stofna. Ég fæ líka sjónvarpslausa stofu þar sem ég get sötrað sherry og horft til hafs. Lítinn garð sem verður girtur af og skreyttur með sandkassa og rennibraut... Ég er að verða argasta efnishyggjugeit. Svona ánægð geit:

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Aldeilis, bara forstöðukona í glænýju húsnæði.
Til hamingju með allt þetta!

Nafnlaus sagði...

Úggabúggga!!! TIL HAMINGJU SKVÍS!!!!

Nafnlaus sagði...

Til hamingju!!!
p.s. hef alltaf þráð að vera í hljómsveit en er með öllu hæfileikalaus á þessu sviði.
Lynja

Nafnlaus sagði...

Áttu alveg örugglega ekki ennþá melodikuna?
-EBj