Ég var að setja síðasta punktinn í síðasta verkefnið. Og það munar ekki miklu að ég felli tár. Ekki vegna þess að ég er svo fegin að vera búin með verkefnið heldur vegna þess að á mánudaginn fer ég í vinnuna í staðinn fyrir að fara á leikskólann þar sem ég var í vettvangsnámi. Punkturinn markar endalok þessa skemmtilega tíma. Sem þyrfti ekki að enda ef ég fengi meira en 137000 á mánuði fyrir að vinna þar.
Var ekki einhver að lofa launahækkun fyrir týpísk kvennastörf?
3 ummæli:
Til hamingju með að vera búin í verkefnum í ár og velkomin aftur. Skv. auglýsingum þessa dagana nægir að gera xF og þá ertu samstundis komin með 150000 kr laun og skattleysismörkin dregin þar.
Allir hinir í stafrófinu lofa örugglega einhverju álíka ...
Bíð spennt eftir launaumslaginu 1. júní :-D
Þú getur líka flutt til Svíþjóðar... þar drýpur smjör af hverju strái og leikskólakennarar eru á forstjóralaunum ;)
hmmmm man nú ekki eftir að leikskólakennararnir hafi verið á forstjóralaunum þegar ég bjó í svíþjóð og starfaði sem slíkur ;)
en það eru jú vissulega 10 ár síðan hahaha..
Til hamingju með að vera búin með skólann skvís :)
Skrifa ummæli