1. júlí 2007

Sólbrennd og syfjuð svínka situr í sófa. Hvað eru mörg ess í því?

Ég er að bíða eftir að stóra barnið komi heim af tónleikum. Vona að mannætulíkin hafi ekki étið hana... hún þarf nefnilega að passa fyrir mig á miðvikudaginn.

Er búin að eiga dásamlega helgi með fjölskyldunni minni. Skröggur kom heim í helgarfrí eftir 12 daga útlegð. Eftir 4 daga er hann kominn í sumarfrí jibbí :) Ég fer í sumarfrí eftir viku og fer þá með fermingarbarningu í menningarreisu til Manchester og London.

Síðast þegar ég fór til Englands átti ég flug daginn eftir lesta- og strætósprengingarnar. Nú er aftur hámarksviðbúnaður vegna hugsanlegra hryðjuverka þar. Vona bara að þeir fari ekki að sprengja aftur í tube-inu helvískir eða gera nokkuð það sem getur klúðrað ferð okkar til Manchester via London.

Þegar við mæðgur komum heilar heim að utan verður haldið til Egilsstaða eystri. Þegar við höfum notið sveitasælunnar í nokkra daga flytjum við allt okkar hafurtask annars vegar í Sorpu og hins vegar í Egilsstaði syðri þar sem við munum reyna að búa lengur en þrjú ár :D

Nóg að gera í sumar. Það er gaman. Líka gaman að í gær sagði He-man "ís"skýrt og greinilega. Í dag er ég búin að troða í hann 3 lítrum af ís í von um að heyra orðið aftur en án árangurs. Ég þarf eitthvað að endurskoða þjálfunaraðferðir...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

blessuð:)
Verð nú bara að kvitta...ekki allt of dugleg við það:)
En hvað segiru, eruð þið að flytja? Við erum einmitt að flytja líka, á Flúðir - ég er að fara að vinna í skólanum þar - bara spennandi:)
jæja, best að halda áfram að pakka...er að fara til danmerkur í fyrramálið:)
bestu kveðjur
Fríður

Nafnlaus sagði...

mmmnamm nú langar mig í ís!

marta sagði...

ísbúðin hagamel...