27. september 2007

Í dag gerðist þrennt óvenjulegt.
Byrjaði með því að það var fullmannað í vinnunni þannig að ég gat sinnt skrifstofustörfunum almennilega í fyrsta skipti síðan ég tók við forstöðunni.
Þegar ég var komin heim birtist Skröggur með nýja tölvu handa mér. (Í gærkvöldi var ég brjáluð því hann tók tölvuna mína traustataki og fór með hana niður í björgunarstöð en ég ætlaði að nota hana til lærdóms... hann ætlar ekki að eiga svona bræðiskast á hættu aftur!)
Í kvöld fórum við svo að horfa á módelkeppni! (Litla mágkona mín var að keppa svo það var skyldumæting). Ég er enn í menningarsjokki eftir áhorfið... en hlæ illkvittnislega innra með mér vegna þess að aðgangseyririnn rann í sjóð átröskunarsamtaka, en hver skyldi hafa unnið? Eina stelpan sem leit virkilega út fyrir að vera haldin anorexíu.

Og svo er nú eiginlega fjórða atriðið komið, klukkan er að ganga tólf og ég er ekki sofnuð.
Góða nótt !

Engin ummæli: