30. desember 2007

Eftir að ég hóf búskap með Skröggi hef ég verið bitur milli jóla og nýárs. Þá hefur hann nefnilega engan tíma fyrir fjölskylduna sína vegna þess að hann selur flugelda frá morgni til kvölds. Og alltaf segist ég ætla að fara austur á næsta ári til að þurfa ekki að svekkja mig á þessu. En man svo ekkert eftir yfirlýsingunni fyrr en ég er alveg að snappa 30. des.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fór og verslaði stjörnuljós og barnasprengjur, einmitt hjá honum Skröggi þínum. Fékk loksins skýringu á þessum sífelldu búferlaflutningum ykkar. Hinn sölumaðurinn sagðist vera undir mikilli pressu öll áramót að toppa sýningu síðasta árs, Skröggur sagðist bara flytja á milli hverfa til þess að sleppa við pressuna :-D. Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir góðar stundir síðustu ára(tuga)