26. janúar 2008

Bumb.

Ég hef ekki mikið skrifað um núverandi óléttu. Kannski er kona ekki eins upptekin af fjórðu bumbunni sinni eins og þeim fyrri þar sem engin nýlunda er á ferð. Eða kannski er kona of upptekin við dagleg störf til að geta dreymt dagdrauma um lífið með nýju barni.

Nú eru bara rúmar átta vikur eftir ef drengurinn fylgir í fótspor bræðra sinna og kemur degi eftir setta dagsetningu. Þessi litli bumbi vill sviðasultu og feitan ost. Eitthvað sem ég hélt að ég myndi aldrei borða með góðri lyst. Hann vill líka te með hunangi. Hann snýr rétt og er duglegur að sprikla og pota. Og hann potar oft í mig svo ég haldi mig að verki með lokaverkefnið. Það skal verða tilbúið til yfirlestrar áður en hann kemur í heiminn svo við getum átt tíma saman án truflunar. Því er það þannig að þegar ég horfi á baby tickerinn á síðunni minni hugsa ég um tvö erfið verkefni sem bíða mín. Að koma barni hraustu í heiminn og skila sómasamlegu BA verkefni.

Þegar ég er ekki að lesa í kringum BA verkefnið les ég bækur um fæðingu sem Ynja var svo góð að lána mér. Ég man allt of vel eftir síðustu fæðingu, held að endorfínið hafi eitthvað klikkað. Þegar ég les um hríðir man ég fullkomlega að ég hélt að ég myndi drepast úr sársauka. Nú verð ég viðbúin. Kannski verð ég búin að pína mig svo mikið af ímynduðum sársauka að fæðingin sjálf verður leikur einn.

Já þetta verður svo auðvelt að ég get skrifað lokaorðin í ritgerðinni með átta í útvíkkun...

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Úff mikið eigum við karlarnir gott að þurfa ekki að ganga í gegnum þetta. 58 dagar í frumsýningu helga mín, break a leg...

Nafnlaus sagði...

úff...ég segi nú ekki annað! Gangi þér vel vinan mín með þetta allt saman :)

Nafnlaus sagði...

Úpps gleymdi að kvitta en þetta var ég hérna fyrir ofan, Inga Maja ;)

Nafnlaus sagði...

Ah, yndislegu hríðar :D