19. mars 2008

Eftir að hafa skilað lokaverkefninu hef ég varla nennt að læra neitt. Síðan á mánudaginn er ég búin að fara tvær ferðir á bókasafnið og ná mér í Ísfólksbækur. Búin með 6 bækur. Skröggur hefur áhyggjur af geðheilsu minni, bæði vegna Ísfólksins og líka þess að nú veit hann að ég vil helst ekki missa af Glæstum vonum og Nágrönnum.

He-man föndraði páskaunga í leikskólanum. Það fyrsta sem hann gerði þegar hann kom heim var að troða unganum inn í fuglabúrið... auðvitað á að geyma bíbí í fuglabúrinu :-)

Jæja ég nenni þessu ekki meir. Barnið má fara að koma.

1 ummæli:

Det forkerte liv sagði...

Lítill fugl hvíslaði að mér að 26 mars væri rosa góður dagur...:) Hafið það sem allra best og góða páska.

kveðja frá Danmörku