Fór í skoðun. Er orðin 75 kg - úff. Bumbi unir hag sínum vel og er fátt sem bendir til þess að hann sé rétt ókominn. Það veit ég vegna þess að ljósmóðirin gerði tilraun til að hreyfa við belgnum en náði varla í hann. Það þýðir að þótt unginn sé skorðaður er hann ekki kominn eins langt niður í grindina og við héldum og í stað þess að vera með ca 4 í útvíkkun eins og mætti búast við af kerlingu sem gengur með fjórða barn og er komin fram yfir 40 vikur er útvíkkunin bara 1-2.
En það eru allir hraustir og þá er nú varla yfir neinu að kvarta... reyni að hafa hemil á óþolinmæðinni og geðvonskunni.
Takk fyrir góðar kveðjur :-)
1 ummæli:
Hmm 75 kg (ég toppa það og ekki með neinn bumbubúa! Aðeins að reyna bæta geðheilsuna;-). Gott að sjá að þú ert farin að blogga krílið í heiminn, fylgist vel með næstu tíma og kannski daga ...
Skrifa ummæli