17. maí 2008

Ég hef komist að því að það hentar mér betur að eignast barn í nóvember heldur en í apríl. Á veturna fer ég hiklaust í úlpu, húfu, trefil, vettlinga og ullarsokka áður en ég fer út. En núna er ég í mestu vandræðum með að klæða mig til útivistar. Ég stikna ef ég fer í úlpu, en það er ekki nógu hlýtt til að vera á peysunni. Ég fékk illsku í mjólkurbúið í annað skiptið á þessu mjaltatímabili og það er bara af því ég gleymi að passa mig þegar ég er úti í sól og "sumaryl". Svo í dag verð ég að vera inni og passa á mér júgrin.

Ég er að venjast því að vera búin í skólanum. Ég var virkilega fegin að klára en er búin að vera undarlega eirðarlaus og óskipulögð síðan. Eins og heilinn hafi brætt úr sér eftir allt þetta hugs undanfarið.

bzzt.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þetta er eitthvað sem ég hef mikið spáð í - sérstaklega í tengslum við nám og annað. hmm...

ég get ekki ímyndað mér að það sé auðvelt að vera með lítið barn og ritgerðarvinnu á sama tíma eins og þú hefur verið að gera, hörkutólið þitt :)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með elstu-grísi í dag. Eigið þið góðan dag fjölskyldan:-)