15. júní 2008

Jæja. Ég veit varla hvar ég á að byrja.

Börnin dafna vel. Sá yngsti er tveimur staðalfrávikum fyrir ofan meðallag í hæð og þyngd og sjálfsagt fleiri staðalfrávikum ofar meðalbörnum hvað varðar hárprýði, geðprýði og fegurð. Bróðir hans er kominn á hrakfallabálks-aldurinn þar sem lífsgleðin er svo mikil að hann gleymir að horfa fram fyrir sig þegar hann hleypur um í gleði sinni og er farinn að reyna ýmsar jafnvægisæfingar sem geta endað með skrámum og marblettum. Unglingsstúlkan lauk 9. bekk með glans, fékk fínar einkunnir bæði í grunnskólanum og tónlistarskólanum. Hún er byrjuð að vinna í Krónunni. Fyrsti dagurinn var hörmung en annar dagurinn miklu betri, svona er aðlögunarhæfnin góð í minni ætt.

Skröggur sigldi til Færeyja en við börnin héldum til á Héraði á meðan. Þar gerði ég ekkert nema hekla dúk og hugsa um börnin mín, fara í snyrtingu og liggja í leti.

Svo liðu dagarnir, Skröggur kom heim í tæka tíð fyrir útskriftina mína sem var í gær. Ritgerðin mín hitti í mark því ég fékk tvenn verðlaun fyrir hana. Það þýðir að ég ætti ekki að verða í vandræðum með að afla styrkja til að gefa út foreldraritið mitt.

En næstu skriftir verða saga handa Soffíu sem ætlar að gefa út bók með reynslusögum um brjóstagjöf. Hún er núna að safna sögum í bókina og ég skora á ykkur að senda henni sögur!

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vááá til hamingju stelpa mín!! Ég hefði orðið mjög hissa hefðirðu ekki fengið þessi verðlaun, bæði tvö! :D frábær árangur
knús og kossar
Lauga

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með útskriftina og verðlaunin..glæsilegt:)
kv. Fríður

Nafnlaus sagði...

Frábært hjá þér. Innilega til hamingju.
Kv.Anna Svandís

Unknown sagði...

Glaesilegt!! Til hamingju med utskriftina og verdlaunin (var ad lesa um thetta i Mogganum!)

Gangi ther vel

Kv, Ragnheidur

Nafnlaus sagði...

Jem minn eini, samt ekki að það komi á óvart, þú ert snillingur. Innilega til hamingju með útskriftina og verðlaunin!
Kveðja að vestan, Ása og co

Nafnlaus sagði...

Enn og aftur til hamingju og takk fyrir síðast.
Ég ætti kannski að skrifa Soffíu reynslusögu mína sem mjólkurkýr í stöðugu sambandi við Medela mjaltarvél (hrollur...). Vonandi fær hún einhverjar skemmtilegri sögur en það:-)

Nafnlaus sagði...

Snillingur!
Til hamingju með þetta og líka til hamingju með þessi duglegu og fallegu börn :D

marta sagði...

Þú ert ótrúleg kona :) Mér finnst alveg dásamlegt að ég skuli þekkja þig.
Sjáumst vonandi fyrr en síðar

Berglind Rós sagði...

Aldrei þessu vant opnaði ég Mogga í dag (veit ekki einu sinni hvort það var blaðið í dag) og sé þessa glæsilegu snilldarkonu! Til hamingju með börnin þín og sjálfa þig, þið eruð öll snillingar :-)

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með verðlaunin þín skvís. Frábær árangur :)

Unknown sagði...

Til hamingju snillingur með árangurin og lífið.