19. janúar 2009

Ég bjó við það um tíma að þurfa að gefa klósettkassanum karatespark til að stöðva rennslið í klósettkassann. Skröggur minn tók sig svo til og "lagaði" flotholtið með þeim glæsta árangri að ekki dugði lengur að sparka heldur þurfti að seilast ofan í klósettkassann og hífa flotholtið upp. Til að spara tíma tók ég lokið af klósettkassanum. Mjög huggulegt.

Morgunn einn (fyrsta vinnudag Skröggs eftir fæðingarorlof) gerði ég þarfir mínar og sturtaði svo niður eins og lög gera ráð fyrir. Þegar ég heyrði kunnulegt fosshljóð fór ég aftur inn á bað og togaði í flotholtið eins og oft áður. Það vildi þá ekki betur til en svo að systemið gaf sig endanlega og ískalt vatn spýttist út um allt baðherbergi. Ég varð rennblaut eins og allt annað inni á baði. Mér tókst að stöðva vatnsflauminn með því að halda við eitthvað drasl ofan í klósettkassanum en þá náði ég ekki niður í kranann til að skrúfa fyrir vatnsrennslið. Mér tókst að skorða draslið með handklæði svo ég gat byrjað að skrúfa fyrir vatnið. Ég skrúfaði og skrúfaði en ekkert gerðist. Hringdi í Skrögg sem fullvissaði mig um að það væri hægt að loka fyrir vatnið þarna. Og þá tókst það auðvitað.

Nú á ég æðislegt upphengt klósett sem gusar ekki á mig vatni. Og út í bílskúr bíða flísar og ný baðinnrétting eftir uppsetningu. Á meðan bursta ég tennurnar við eldhúsvaskinn.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hahhaha, þú varst alla vega heppin að gumsið var búið að sturtast niður áður en það fór að spítast út um allt baðherbergi ;)

Nafnlaus sagði...

HAHAHA

hljómar eins og ráðleggingar til að fá nýtt baðherbergi :D :D segi annars eins og Sunnhildur - pjúff!

og ég er í kasti yfir misheyrninni.. Hollendingurinn þinn!

Nafnlaus sagði...

og þetta var ég..
Ronja

Nafnlaus sagði...

Uss, uss! Þú hefur eyðilagt þetta til þess að fá nýtt, sniðug stelpa! Til hamingju með nýja Gustafsberginn ...
Bendi reyndar á að það er ekki eins gott að faðma vegghengdan Gustafsberg eins og gólffastann í þynnku
Kv. EBJ