27. febrúar 2004

Það er ástand á liðinu hér í seli jöklanna... Þrír starfsmenn í húsinu, tveir þeirra eru nefmæltir og snörlandi en sá þriðji með korn eða flís eða eitthvað í auganu og nennir ekki í apótekið til að kaupa dropa til að skola augað en gengur þess í stað um með augun uppglennt eins og Ástþór Magnússon...
Og ég hef ekkert við að vera nema gera gys af samstarfsfólkinu því aðaltölvan er í viðgerð og því ekki hægt að prenta út eða neitt. En það er svosem ekkert leiðinlegt :)

Engin ummæli: