Það var gaman að lesa spjallið eftir síðasta pistil þar sem allir eru svona kátir og hressir. Það er líka ánægjulegt að geta sagt frá því að í gær fór ég og keypti vökva til að skola þessi uppglenntu augu og hann virkaði svo vel að starfmaðurinn gat ekki fyrir sitt litla líf glennt aftur upp augun á þennan hátt. Kannski er aumingja Ástþór bara með flísar í augunum en enginn nennir að kaupa handa honum svona vökva?
Annars á ég bara ekkert ánægjulegan dag því ég þarf að læra mikið og það er erfitt þegar heilinn virðist vera að leka út um nefið með tilheyrandi hnerrum og snýtum, ojbara. Ég sem hef alltaf haft það framyfir hina aumingjana að verða aldrei misdægurt... verð að finna mér eitthvað annað til að gorta mig af!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli