Ég er ekki hissa á því að hjartað hafi orðið fyrir valinu þegar einhverjum datt í hug að tengja saman tilfinningar og líffæri. Af öllum líffærum sem ég hef lesið um í vetur er hjartað það flóknasta eða a.m.k. það sem ég á erfiðast með að fatta! Ætli maður myndi skilja þetta betur ef maður væri vel að sér í vélfræði? Þetta er náttúrulega bara einhver dæla... kannski er ég bara að láta tilfinningarnar bera mig ofurliði: ég fæ fyrir hjartað þegar ég horfi á skýringarmynd af þessum hnefastóra vöðva sem býr í gollurshúsi og hugsa um allt sem ég þarf að muna um hann fyrir prófið...
(Ætli Gollrir í Hringadróttinssögu hafi heyrt um gollurshús?)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli