24. febrúar 2004

Nú hef ég lokið enn einum áfanganum á þroskaferlinum. Í þetta skiptið var það hún amma mín sem var stoð mín og stytta, hvatti mig áfram og útskýrði hvernig maður eldar baunasúpu. Þegar ég verð amma ætla ég að kenna barnabörnunum mínum að elda saltkjöt og baunir og segja þeim söguna af því þegar amma mín útskýrði galdurinn símleiðis en ekki með því að geislast til mín...
Já það er gaman að segja frá því að heimilisfólkið var bara mjög ánægt með árangurinn og borðaði vel og mikið, meira að segja sást til ungfrú Gikks losa beltið eftir matinn, sem er mikið hrós fyrir kokkinn :)
Í dag skrópaði ég í tónlistarskólanum því ég ætlaði að vera svo dugleg að læra. Ég var mjög dugleg og veit 92% meira um æðakerfið en ég gerði í gær. Ég hefði hugsanlega líka getað bætt þekkingu mína á meltingarfærunum ef ég hefði ekki farið á msn-ið þar sem hún Lauga var alltof skemmtileg! En þar sem það er nú bara ekkert spennandi í imbanum í kvöld er kannski ekkert svo slæmt að eyða kvöldinu í að lesa um meltingarfærin... sérstaklega þar sem eru miklar líkur á því að mín eigin meltingarfæri geri einhverja skandala eftir allt baunaátið - maður verður kannski bara með námsefnið í beinni hahaha!!!

Engin ummæli: