19. febrúar 2004
Jæja hér er ég mætt í öllu mínu veldi og mun þusa um lífið og tilveruna þegar ég hef ekkert að gera í vinnunni... Annars er ég búin að vinna í dag og er á leiðinni á Ruby Tuesday þar sem pabbi ætlar að bjóða mér og mínum í mat, namm namm! Og það verður sko engin soðin ýsa takk fyrir... Ég er orðin slíkt átvagl að jafnvel Kristinn er orðinn hræddur, horfði á mig með skelfingarsvip í gærkvöldi þar sem ég át súkkulaði skafís beint upp úr dollunni þar til hún var orðin tóm og hann fékk í mesta lagi tvær skeiðar! Þessi græðgisháttur er líklega eðlileg afleiðing þess að ganga í fötum sem er hægt að víkka endalaust!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli