20. febrúar 2004

Dagur tvö. Kæri Jóli...
Í dag er 27 vikna meðgönguafmæli og við Bumbugrís héldum bæði upp á það með því að vera andvaka í nótt og svo ég ein og sér með því að vera úrill í morgun. Við fórum framúr eftir að hafa bylt okkur í klukkutíma og horfðum á nokkra Friends þætti án þess að stökkva bros, okkur fundust Friends vandamálin fremur hallærisleg í samanburðinum við hörmungar þess að vera þreyttur en geta samt ekki sofnað. Aðrir íbúar hússins hrutu eins og þeim væri borgað fyrir það.
En ég er alveg hætt að vera úrill núna! Enda búin að fullnægja hreiðurgerðaráráttunni í dag eftir að hafa stokkið á bað/skiptiborðstilboð í Fífu og rétt náð þessum merkilega hlut áður en hann seldist upp. Þetta eru mikil stórtíðindi, fyrsti hluturinn sem er keyptur handa krílinu og ég er því opinberlega byrjuð að undirbúa komu barnsins í heiminn. Og hvað er betur til þess fallið laga skapið en að a) hugsa vel um ófætt barn, b) skrópa úr vinnunni til að fara í búð, c) eyða peningum og d) fá svo góða þjónustu að afgreiðslukonan vildi endilega bera kassann alla leið út í bíl :)
Mæli með þessu...

Engin ummæli: