Komin heim, búin að éta 1/2 dollu af súkkulaði skafís, langar í fartölvu, nýja þvottavél, pepsi max...
Verð að reyna að halda mér frá rúminu en ooo mig langar svo að skríða upp í og sofna!
Þrátt fyrir allt var þetta samt fínn dagur í vinnunni, allir hressir og kátir, ég dundaði mér við að klippa og líma, Heiða borðaði baunasúpubúðing, Mörtu fannst svo gaman í vinnunni að hún ætlaði aldrei að koma sér heim af næturvaktinni, Bragi laumaðist í kaffi og Daníel henti í mig banana. Bumbukallinn gætti þess vel að ég sæti eins og dama, bein í baki, því í hvert sinn sem ég fór í heypokastöðu sparkaði hann duglega í rifbeinin mín.
Lauga er búin að vera out to lunch á msn í allan dag. Ég vona að hún hafi fengið eitthvað gott að borða...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli