29. mars 2004

Eftir að hafa þurft heilan sunnudag til að jafna mig eftir að hafa meira og minna setið á rassinum eina árshátíð áttaði ég mig á því að ég er orðin ansi ólétt. Aðrar uppgötvanir sem ég gerði í þessu sambandi eru að:

1. Fullt fólk (aðallega karlar) veit ekkert fallegra en óléttar kerlur.
2. Það var ein kona sem rifnaði roooosalega í seinni tvö skiptin...
3. Það er erfitt að dansa polka með bumbuna út í loftið.
4. Þjónar hella bara aftur í vínglös, ekki gosglös.
5. Ég lít ekki út fyrir að vera deginum eldri en 18 ára.

Og hananú.

Engin ummæli: