Grísastelpan mín er mikil skáldkona. Þessi saga var skrifuð upp eftir henni orðrétt þegar hún var 4-5 ára. Mér finnst þetta þvílík snilld að ég varð að leyfa öðrum að njóta! Verst að geta ekki látið myndskreytingarnar fylgja með... þær eru sko ekki síðri en sagan :)
Bangsímon fer ekki neitt
Bangsímon beit sitt af til að hugsa. Hann hugsaði að hann ætti ekki að fara neitt í dag, bara einu sinni til Jakobs. Hann sagði við sjálfan sig: Æ ansans, hvernig kemst ég þangað ef ég ætla ekki út í dag... Jæja nú veit ég, ég skal bara labba til Jakobs og spurja hann að einu.
Nú er Bangsímon kominn til Jakobs. Ugla var upp í tré og Bangsímon stóð við hliðina á Jakobi. Jakob sagði við Bangsímon: Hvað vilt þú? Ég vil bara spjalla við þig svaraði Bangsímon. Hvað ætlarðu að spjalla við mig? spurði Jakob. Bara eitthvað sagði Bangsímon. Ég veit ekkert hvað er eitthvað sagði Jakob.
Bangsímon sá risastórt hunangstré. Bangsímon hugsaði. Hugs, hugs, hugs, heyrðist í hugsinu hans. Hann hrópaði með sjálfum sér: Ég hef það! Ég hef það! Ég ætla að reyna að klifra upp í hunangstréð. En honum tókst það ekki.
Þegar hann var farinn lifnaði bara tréð við. Þegar hann sá þetta var hann steinhissa.
Ugla flaug til Jakobs. Ugla sagði við Jakob: Ég þarf að tala aðeins við þig væni minn. Jakob sagði: Hvað var það? Það er, sagði Ugla, ég þarf að fara í langan göngutúr með þig, sagði Uglan. Já, hvert? spurði Jakob. Þá sagði Uglan: bara í smá göngutúr út í skóginn. Nú, er það satt sagði Jakob. Já, já minn kæri vinur sagði Uglan.
Þau voru komin af stað þegar Bangsímon var sofnaður.
Bangsímon svaf í fastasvefni. Hann svaf svo fast að það slokknuðu ljósin í svefnherberginu. Þá sofnaði hann svo vel.
Jakob og Uglan löbbuðu áfram.
ENDIR
Engin ummæli:
Skrifa ummæli