En sú kyrrð og ró til að læra. Stelpugrísinn austur á landi og karlinn flúinn út til að ég hafi nú örugglega næði. Og já, næðið vantar ekki því þegar ég var búin að sitja í sófanum með glósurnar mínar í klukkutíma og fræðast mikið um gáttir, slegla og hjartahring hrökk ég upp við að hundur í nágrenninu spangólaði. Krumpuð á kinn og slefandi áttaði ég mig á því að ég var bara alls ekkert að lesa heldur hafði ég steinsofnað. Nema ég sé komin með einhvers konar flogaveiki... Er samt frekar á því að hafa sofnað. Þetta náttúrulega dugir ekki. Próf á miðvikudaginn og ég bara sef yfir lestrinum. En kannski ekki skrýtið að maður sofni um miðjan dag eftir að hafa vaknað klukkan fjögur um nótt! Þá var ég svo hress að ég var búin að fá mér morgunmat og var á leið í sturtu áður en ég áttaði mig á því hvað klukkan var :D Æjá, ólétta konan er komin með rugluna!
Nú finn ég að ég er nógu vakandi til að halda áfram með hjartahólfin góðu, best að nota tímann áður en ég dett út af aftur!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli