14. mars 2004
Þá er enn ein helgin liðin í helganna skaut og aldrei hún kemur til baka. Það eina sem ég syrgi eru allt of margar mínútur sem fóru í að sofa yfir bókum í stað þess að lesa þær. Próf á miðvikudaginn og ég er á eftir áætlun. En helgin á líka sínar jákvæðu hliðar. T.d. kom stelpugrísinn heim í kvöld hress og endurnærð eftir orlofið. Tengdaforeldrarnir höfðu okkur á fóðrum bæði í gærkvöldi og í kvöld og það voru að sjálfsögðu stórkostleg þægindi, sérstaklega þar sem tengdamamma er fyrirtaks kokkur. Svo hitti ég Sóley vinkonu á kaffihúsi á laugardaginn og það var nú gott krydd í tilveruna. Og loks náðu Nikolai og Julie saman aftur svo ég þarf ekki lengur að horfa á sjónvarp á sunnudögum. Nú þarf ég bara að horfa á Survivor á mánudögum og Sex and the City á fimmtudögum og get notað öll hin kvöldin í eitthvað uppbyggilegt. Kannski við fjölskyldan ættum að koma okkir upp svona baðstofustemningu, við gætum t.d. lesið Passíusálmana og kveðist á fyrir svefninn.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli