11. mars 2004

Það er hætt að rigna í bili og andlegt ástand er að komast í fyrra horf. Gígja ljósmóðir skoðaði bumbuna í morgun, þar inni er allt í sóma þótt hýsillinn teljist fölur og þreyttur. Nú er ég komin með öll gögn um mig í hendurnar ef ég skyldi þurfa að bruna upp á fæðingardeild. Vona að það verði ekki á næstunni, enda verður Mosi ekki fullgræjaður fyrr en eftir 10 vikur eftir því sem best er vitað.
Fór svo í Tryggingastofnun ríkisins með umsókn um fæðingarorlof en komst þá að því að það vantaði ýmis fylgiskjöl. Ég benti á leiðbeiningar sem ég hafði prentað út af heimasíðu þessarar góðu opinberu stofnunar, þar sem ekkert var sagt um að þessi gögn ættu að fylgja með. "Já við erum alltaf að biðja um að þetta sé lagað" sagði aumingja stelpan sem afgreiddi mig.
En nú er ég í vinnunni, frekar iðjulaus og bíð og vona að Ronja fari að birtast á MSN til að segja mér skemmtilegar sögur frá Svíþjóð...

Engin ummæli: