Upp er runninn föstudagur og snjókorn falla á allt og alla nema mig sem sit bara við tölvuna og vil fá sól.
Fór í bumbuskoðun í morgun og þrátt fyrir að hafa kvartað eftir bestu getu um þreytu og verki í mjöðm skrifaði ljósan "góðar hreyfingar, líður vel" í skýrsluna mína. Annars er allt í fína og ég á að fara að undirbúa átökin í vændum með því að bryðja járn. Er eins og íþróttamaður á leið á mót, verð að vera með líkamsstarfsemina og keppnisskapið í lagi þegar þar að kemur :) Þetta á nú allt eftir að ganga vel enda er ég "Hraust fjölbyrja" skv. skilgreiningu heilbrigðisstéttarinnar!
Úti í bíl er fullur kassi af barnafötum að Ustan, fluttur með Flytjanda, en ég má ekki lyfta honum því hann er of þungur... langar svoooo að sjá litlu krílafötin núna!
Í gær komu til mín fjórar kerlur til að vinna verkefni og það var gaman og gekk vel þar til við vorum allar orðnar gufuruglaðar. Eðlileg afleiðing af undarlegu verkefni... en ég vona að vitið komi í kollana okkar aftur svo við getum klárað það og fengið aðra níu.
Það er hætt að snjóa :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli