25. mars 2004

Ég er að blogga á forstjóratölvuna jibbíjei!
Í nótt gerðust þau stórmerki að ég svaf og svaf og svaf og vaknaði ekki fyrr en klukkan hringdi. Örugglega af því að Skröggur eldaði svo góðan mat handa mér í gær að hann hefur dugað alla nóttina...
Starfsmannafundur er að byrja... þessvegna er ég, ungfrú Hraðrita, með þessa fínu tölvu til að geta skráð niður allt það mikla og merkilega sem rætt verður um... meðal annars liðinn "Bella símamær" sem allir eru forviða yfir, ef hún vinnur hér fer þá mjög lítið fyrir henni!

Engin ummæli: