2. apríl 2004

Af Herra Vöðva og Fröken Fasteignasala
Það er allt að gerast...
Við ætlum að gera tilboð í íbúð! Ég ætla að passa mig samt að vera ekki bjartsýn því tilboðið er með tvenns konar fyrirvara, þ.e. að við getum selt íbúðina sem við eigum fyrir og að við komumst klakklaust í gegnum greiðslumat. Svo er kannski einhver búinn að bjóða í hana nú þegar...
Í gærkvöldi var heimilið okkar eins og Herra Vöðvi (Mr Muscle) hefði svifið þar um í tilefni þess að Fröken Fasteignasali kom að skoða íbúðina okkar. Fröken Fasteignasali sagði að þessi íbúð myndi staldra stutt við. En eru fasteignasalar ekki bara eins og aðrir sölumenn, segja það sem þeir halda að maður vilji heyra? Ég þóttist vera viðmælandi í Innliti/útliti en Fröken Fasteignasali klúðraði leiknum alveg því hún sagði aldrei "æðislegt", "rými" eða "svo ertu með..." heldur talaði bara um brunabótamat og eignaskiptasamninga og svoleiðis leiðindi.
Á mánudaginn verður Hr Vöðvi að taka á stóra sínum (nei, ekki þeim stóra, dóni!) því þá verður slotið myndað í bak og fyrir svo alþjóð geti skoðað það á netinu.
Allamalla!

Engin ummæli: