3. apríl 2004

Í dag er laugardagur...
Arsenal tapaði fyrir Man Utd. og Skröggur er montinn eins og hann hafi sjálfur þjálfað liðið og eigi einhvern þátt í þessum sigri. Ekki væri ég svona montin þótt Arsenal hefði unnið.
Fjölskyldan sameinaðist í að búa til páskaskreytingu í morgun. Karlinn blés úr eggjum, kerlingin þreif þau og setti í þau spotta, krakkinn skreytti þau með tússlitum og svo voru fínheitin hengd á trjágreinar. Fullkomin samvinna :)
Það besta við Lútherstrú eru þægilegar hátiðir á borð við páskana, þar sem maður getur étið ógrynni af súkkulaði án þess að vera litinn hornauga og búið til eitthvað dúllerí eins og útkrotuð hænuegg á trjágreinum!
Svo hlustar maður bara á Superstar til minnast Krosslafs... það er öllu hressilegra heldur en "Upp upp mín sál og allt mitt geð" samið af kvöldum holdsveikisjúklingi, kyrjað með jarmandi rödd á gömlu gufunni.
Annars var Hallgrímur Pétursson nokkuð flottur gaur, varð ástfanginn af TyrkjaGuddu, höslaði hana og setti það ekki fyrir sig þótt hún hefði átt einhverjar unaðsstundir með Aröbum og væri í þokkabót eldri en hann. Svo voru þau búin að gera dodo fyrir giftingu (presturinn sjálfur!) og þess vegna fékk hann aldrei almennilegt brauð... bara bónusbrauð!
Ójá.

Engin ummæli: