16. apríl 2004

Ég er dugleg að læra núna. Er að lesa kafla 23 (næstsíðasta kaflann í bókinni) en hann er um æxlun. Miklu skemmtilegra en innkirtlakerfi og lungu! Ég gat ekki annað en hlegið inni í mér þegar ég fletti upp orðinu clitoris í orðabanka Háskólans:

[enska] clitoris
[íslenska] snípur kk.
[skilgr.] hluti af ytrei kynfærum kvenspendýra, nálægt þvafrásaropi; af sama uppruna og getnaðarlimur karldýra, að hluta úr svampvef, taugaríkur og næmur fyrir kynörvun

Sjáið hvað orðið hefur staðið í vesalingnum sem setti þetta inn, það er hver innsláttarvillan á fætur annarri í þessum stutta texta!
Hvers vegna ætli snípur sé annars karlkynsorð þar sem hann er eingöngu að finna á kvenspendýrum???

Engin ummæli: