24. apríl 2004

Laugardagur til lukku...

...því ég er búin með ritgerðina, loksins, loksins! Já, ég veit að ég ætlaði að klára hana á miðvikudaginn en það kom bara svo gott veður... og svo kom enn betra veður á fimmtudaginn!
Nú er ekkert sem hvílir á mér nema að læra fyrir tvö próf, og eins og er hef ég enn nógan tíma til þess.

En nú er lag að fleygja sér í sófann, éta nammið frá Skröggi og horfa á Man Utd. mala Liverpool... ja ef völlurinn verður ekki sprengdur í loft upp fyrir leikslok!

Engin ummæli: